1. apríl 2016 |
Styrkir úr Uppbyggingarsjóði
Vegna ársins 2016 fá 66 verkefni styrki úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða, samtals rúmlega 65 milljónir króna. Meðal þeirra eru tvö verkefni í Reykhólahreppi. Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum ehf. fær tvær milljónir til rekstrar og Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum fær 300 þúsund til uppsetningar sýningar á bátavélasafni.