Tenglar

21. október 2020 | Sveinn Ragnarsson

Styrkir úr húsafriðunarsjóði árið 2021

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna ársins 2021, sjá meðfylgjandi auglýsingu.

 

Úr húsafriðunarsjóði eru m.a. veittir styrkir til sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð.

 

Minnt er á að samkvæmt 4. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð skal sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum meta hvort innan staðarmarka sveitarfélagsins sé byggð sem hafi slíkt gildi hvað varðveislu svipmóts og menningarsögu varðar, ásamt listrænu gildi, að ástæða sé til að útbúa tillögu til ráðherra um að hún verði gerð að verndarsvæði í byggð.

Jafnframt skal sveitarstjórn á fjögurra ára fresti, að loknum sveitarstjórnarkosningum, endurmeta þau verndarsvæði sem fyrir eru í sveitarfélaginu með tilliti til þess hvort auka eigi við þau eða breyta mörkum þeirra að öðru leyti.

Lögin í heild sinni ásamt reglugerð sem þeim fylgir má finna hér: http://www.minjastofnun.is/verndarsvaedi-i-byggd/log-og-reglur/

 

Jafnframt verða veittir styrkir úr húsafriðunarsjóði til:

• viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.

• byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.

 

Umsóknarfrestur í húsafriðunarsjóð rennur út 1. desember n.k.

 

Umsóknareyðublöð má finna hér: http://www.minjastofnun.is/um-stofnunina/eydublod/

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31