Tenglar

28. apríl 2015 |

Styrktarreikningur fyrir Aron Vigni og Hörpu

Harpa frá Tindum og Aron Vignir.
Harpa frá Tindum og Aron Vignir.

Fyrir hálfri annarri viku lenti ungur maður á fjórhjóli í alvarlegu slysi í Grafarvogi í Reykjavík, eins og fram hefur komið í fréttum. Hann er nú kominn af gjörgæslu, en taka varð af honum annan fótinn um miðjan legg. Ungi maðurinn heitir Aron Vignir Sveinsson en unnusta hans er Harpa Harðardóttir frá Tindum í Geiradal í Reykhólahreppi, dóttir Fjólu Benediktsdóttur og Harðar Grímssonar búenda þar. Harpa er alveg komin að barnsburði og reyndar var von á barninu núna í dag.

 

Ljóst má vera af framansögðu, að Aron og Harpa vinna ekki mikið fyrir sér og barninu alveg á næstunni. Þess vegna hafa æskuvinir Arons stofnað styrktarreikning til að aðstoða fjölskylduna á þessum erfiðu tímum. Reikningsupplýsingarnar eru:

  • 0153-26-065003
  • Kt. 230190-3139

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29