16. mars 2011 |
Styrkur til endurbóta á Gufudalskirkju
Húsafriðunarnefnd hefur veitt hálfrar milljónar króna styrk til endurbóta á kirkjunni í Gufudal, sem byggð var árið 1908 og friðlýst er að lögum. Árið áður en þessi kirkja var reist í Gufudal var Gufudalsprestakall lagt niður og sóknin lögð undir Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit. Núna liggur sóknin undir Reykhólaprestakall. Kirkja hefur verið í Gufudal allt frá árdögum kristni á Íslandi.
Einnig ákvað Húsafriðunarnefnd að veita 1.700.000 króna styrk til endurbóta á skólahúsinu í Ólafsdal við Gilsfjörð, sem byggt var árið 1896. Sumarið 2007 var Ólafsdalsfélagið stofnað til uppbyggingar á þessu fræga skólasetri. Reykhólahreppur er meðal stofnenda félagsins.
Sjá einnig:
Þóra Mjöll, mivikudagur 16 mars kl: 18:45
Vá en hvað þetta er æðislegt :D verður gaman að sjá báðar byggingarnar eftir endurbætur :)