Tenglar

12. september 2014 | vefstjori@reykholar.is

Styrkur til fornleifarannsókna í Flatey

Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson 2012.
Séð yfir hluta Flateyjar á Breiðafirði. Ljósm. Árni Geirsson 2012.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps staðfesti á fundi sínum í gær samþykkt skipulagsnefndar þess efnis, að sveitarfélagið veiti 200 þúsund króna styrk til fornleifarannsókna í Flatey. Styrkurinn er veittur samkvæmt beiðni Björns Samúelssonar á Reykhólum fyrir hönd Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna. Björn hefur veitt félaginu forstöðu allt frá stofnun þess fyrir mörgum árum.

 

Það skilyrði er sett fyrir fjárveitingunni, að sveitarstjórn fái í staðinn aðgang að gögnum varðandi rannsóknina í tengslum við vinnu við aðalskipulag Reykhólahrepps.

 

Á liðnum árum hefur Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna staðið fyrir mörgum rannsóknum sérfræðinga í byggðum héraðsins. Sjá hér ýmis af þeim gögnum og niðurstöðum rannsókna.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31