Styrkur til framhaldsleitar að jarðhita á Hofsstöðum
Auk Arnórs á Hofsstöðum fá eftirtaldir styrki: Hörgársveit við Eyjafjörð til leitar í Hörgárdal og Öxnadal í samstarfi við Íslenskar orkurannsóknir og Norðurorku; Jón Svavar Þórðarson til framhaldsleitar að jarðhita í landi Ölkeldu í Staðarsveit á Snæfellsnesi; Orkuveita Staðarsveitar til framhaldsleitar að jarðhita á Lýsuhóli í Staðarsveit á Snæfellsnesi; Steinþór Tryggvason til lokaáfanga jarðhitaleitar í landi Kýrholts í Viðvíkursveit í Skagafirði.
Búast má við að leit hefjist á þessum stöðum með vorinu.
Mynd nr. 2 er frá borun fyrstu tilraunaholunnar á Hofsstöðum við Þorskafjörð sumarið 2008.
Sjá einnig:
28.07.2008 Tilraunaboranir eftir heitu vatni hafnar við Þorskafjörð
10.06.2008 Fjárveiting til leitar að heitu vatni í landi Hofsstaða