Tenglar

23. mars 2016 |

Styrkur til framkvæmda neðan við Reykhólaþorp

Ljósm. Árni Geirsson okt. 2010.
Ljósm. Árni Geirsson okt. 2010.

Ráðherra ferðamála hefur staðfest tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða um úthlutun styrkja á þessu vori. Þar á meðal fær Reykhólahreppur styrk upp á tvær og hálfa milljón „til merkinga, uppbyggingar og framkvæmda á jarðvarmasvæði við Reykhólaþorp, auk stígagerðar og verndunar fuglasvæðis. Mikilvægt verkefni vegna öryggis ferðamanna við jarðvarmasvæðið og náttúruverndar. Verkefnið mun stuðla að uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.“

 

Alls eru veittir styrkir til 66 verkefna. Að þessu sinni var sérstaklega horft til öryggismála og miða 37 verkefnanna að því að bæta öryggi á ferðamannastöðum. Hæstu einstöku styrkirnir eru 30 milljónir króna og eru veittir fjórir slíkir, til verkefna við Dynjanda í Arnarfirði, Geysi, Skaftafell og Dettifoss. Alls nema styrkir til einstakra verkefna tæplega 600 milljónum króna en að auki mun ráðherra úthluta liðlega 50 milljónum króna „til sérstaklega brýnna verkefna vegna öryggis á ferðamannastöðum að tillögu Stjórnstöðvar ferðamála.“

 

Sjá nánar hér

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31