Styrkur til rits um Austur-Barðastrandarsýslu
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í dag að veita Útgáfufélagi Búnaðarsambands Vestfjarða 300.000 króna styrk vegna ritunar og útgáfu heimildarits um Austur-Barðastrandarsýslu, auk þess sem keypt verði 15 eintök af bókinni þegar hún kemur út. Þetta verður fjórða bókin í ritröð Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða undir hinu sameiginlega heiti Vestfjarðarit. Ritstjóri þessarar bókar er Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla í Múlasveit.
Áður eru komnar út í ritröðinni Vestfjarðarit bækurnar Firðir og fólk 900-1900 og Firðir og fólk 1900-1999, sem fjalla báðar um Vestur-Ísafjarðarsýslu, og Fólkið, landið og sjórinn, sem fjallar um Vestur-Barðastrandarsýslu 1901-2010. Útgáfustjóri hjá Búnaðarsambandinu er Birkir Friðbertsson í Botni í Súgandafirði.
► Fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps 20. mars 2014.