Tenglar

20. mars 2014 | vefstjori@reykholar.is

Styrkur til rits um Austur-Barðastrandarsýslu

Vestfjarðarit III: Vestur-Barðastrandarsýsla.
Vestfjarðarit III: Vestur-Barðastrandarsýsla.

Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti í dag að veita Útgáfufélagi Búnaðarsambands Vestfjarða 300.000 króna styrk vegna ritunar og útgáfu heimildarits um Austur-Barðastrandarsýslu, auk þess sem keypt verði 15 eintök af bókinni þegar hún kemur út. Þetta verður fjórða bókin í ritröð Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða undir hinu sameiginlega heiti Vestfjarðarit. Ritstjóri þessarar bókar er Finnbogi Jónsson frá Skálmarnesmúla í Múlasveit.

 

Áður eru komnar út í ritröðinni Vestfjarðarit bækurnar Firðir og fólk 900-1900 og Firðir og fólk 1900-1999, sem fjalla báðar um Vestur-Ísafjarðarsýslu, og Fólkið, landið og sjórinn, sem fjallar um Vestur-Barðastrandarsýslu 1901-2010. Útgáfustjóri hjá Búnaðarsambandinu er Birkir Friðbertsson í Botni í Súgandafirði.

 

Fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps 20. mars 2014.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31