5. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is
Styrkur til sjónvarpssendinga úr Reykhólakirkju
Orkubú Vestfjarða auglýsti í vetur eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna á Vestfjörðum. Eftir áramótin var tilkynnt um styrkveitingar og runnu tveir styrkir til verkefna í Reykhólahreppi, hvor að fjárhæð kr. 100.000. Annan styrkinn fékk Ungmennafélagið Afturelding (Hólafjör - Unglingastarf). Hinn fékk Lionsklúbburinn til að kaupa og koma upp búnaði til sjónvarpssendinga úr Reykhólakirkju og niður í Barmahlíð og jafnvel víðar, hugsanlega á bókasafnið.
Alls bárust 54 umsóknir. Veittir voru 19 styrkir að upphæð samtals 3,5 milljónir króna.