2. júlí 2008 |
Styttist í útboð vegar í Gufudalssveit
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að farið verði eftir þeim fyrirvörum sem Reykhólahreppur setti á framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar fyrir nýjum Vestfjarðavegi í Gufudalssveit, sem liggur meðal annars í gegnum Teigsskóg. Vonast sé til að hægt verði að bjóða verkið út seint í haust. Vegamálastjóri segir jafnframt að framkvæmdin Kjálkafjörður-Vatnsfjörður, flýtiframkvæmd vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar, sé langt komin í undirbúningi og vonast sé til að hægt verði að bjóða hana út í næsta mánuði.
Fyrirvarar á framkvæmdaleyfinu voru annars vegar að farin yrði efri leið við bæinn Gröf í Þorskafirði og hins vegar að vegtengingar við bæi í Gufudalssveit verði viðunandi fyrir íbúana.
(Svæðisútvarp Vestfjarða).