Tenglar

21. janúar 2011 |

Súðbyrðingur - saga báts í almennum sýningum

Nýsmíðin Vinfastur. Mynd: Gjóla.
Nýsmíðin Vinfastur. Mynd: Gjóla.
Hvernig er mörg þúsund ára saga bátasmíða á Norðurlöndum sögð á einum klukkutíma? Almennar sýningar á heimildamyndinni Súðbyrðingur - saga báts eru að hefjast og standa til 10. febrúar í Bíó Paradís við Hverfisgötu í Reykjavík. Fjórir menn smíða bát í húsnæði Bátasafns Breiðafjarðar á Reykhólum. Fyrirmyndin er Staðarskektan, sem lengi fúnaði í grasi í Reykhólasveit en nú á safninu. Fylgst er með smíði bátsins frá kili, sem þróaðist frá eintrjáningi steinaldar, og svo upp - byrðingurinn, stefnið, borðstokkarnir, í gegnum söguna að seglunum og sjósetningu sem inniber ferðalagið á vit hins óþekkta, en líka aftur á bak til fortíðar smiðanna sjálfra, þegar þessir bátar voru notaðir og smíðaðir - heima. Bátssmíðin verður ekki aðeins að kvikmynd heldur verður kvikmyndin sjálf að báti sem smíðaður er utan um viðfangsefnið.

 

Tónlistin segir líka sögu, frá því forneskjulega og áfram, fylgir bæði sögu smíðinnar og bátsins sjálfs. Kvikmynd hefur verið gerð, bátur smíðaður og saga sögð.

 

Ásdís Thoroddsen leikstýrir og Hálfdán Theódórsson kvikmyndar. Tónlistina semur Þórður Magnússon. Smiðir eru Hafliði Aðalsteinsson, Eggert Björnsson, Hjalti Hafþórsson og Aðalsteinn Valdimarsson. Myndin var tekin upp á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Færeyjum, Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Framleiðendur eru Ásdís Thoroddsen og Fahad Falur Jabali á vegum Gjólu kvikmyndagerðar.

 

Sýningartíma má sjá í dagblöðum og á netinu undir bioparadis.is (dagskrá vikunnar).

 

Nánar á vef Bátasafns Breiðafjarðar.

 

Sjá einnig:

Lentu í sjónum í reynslusiglingunni

 

Athugasemdir

Þorgeir Samúelsson, laugardagur 22 janar kl: 21:03

Segið mér eitt...er hægt að fá þessa mynd keypta á disk? (copy)

Kv þorgeir

Ásdís Thoroddsen, sunnudagur 23 janar kl: 08:23

Sæll Þorgeir.

Myndin er ekki enn komin á dvd en það kemur að því. Ég býst við að það verði með vorinu frekar en í haust að diskurinn komi út.

Ásdís

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30