25. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is
Sumardagurinn fyrsti - Barmahlíðardagurinn
Barmahlíðardagurinn á Reykhólum er með veglegra mótinu þetta árið enda er jafnframt verið að halda upp á 25 ára afmæli Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Barmahlíðar. Dagskrá verður bæði í Barmahlíð og Reykhólaskóla og hefst hún kl. 13. Héraðsfólk er hvatt til að fjölmenna og samfagna heimilisfólki og starfsfólki í Barmahlíð.
Í tilefni afmælisins er frétt og frásögn á vefnum bb.is á Ísafirði.