Sumardagurinn fyrsti - Barmahlíðardagurinn
Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur í Reykhólahreppi að vanda. Dagurinn hefur verið kenndur við Barmahlíð og hefð er fyrir því að hafa opið hús á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Þangað eru allir velkomnir í heimsókn og heimilisfólkið sýnir afraksturinn af starfi vetrarins. Eins og hér hefur áður verið greint frá verður söngskemmtun ásamt kjötsúpu í íþróttahúsinu í kvöld.
Dagskráin
Kl. 13
Helgistund í Barmahlíð: Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Handavinnusýning í Barmahlíð hefst og stendur fram eftir degi.
Kl. 15
Bingó nemendafélags Reykhólaskóla í borðsal skólans (fjáröflun vegna ferðalaga). Allir velkomnir.
Kl. 20
Söngskemmtun og kjötsúpa. Karlakórinn Söngbræður í Borgarfjarðarhéraði undir stjórn Viðars Guðmundssonar, organista í Reykhólaprestakalli, heldur tónleika í íþróttahúsinu á Reykhólum. Tónleikarnir eru á vegum Lionsdeildarinnar í Reykhólahreppi. Í hléi verður kjötsúpa á borðum. Aðgangseyrir er kr. 5.000 en frítt fyrir yngri en 16 ára. Ath.: Ekki er posi á staðnum.
Eigum góðan dag í Reykhólahreppi. Gleðilegt sumar!
__________________
P.s.: Reykhólavefurinn er sex ára í dag. Hann var opnaður á sumardaginn fyrsta 2008, sem þá bar upp á 24. apríl eins og núna. Sjá hér:
► 24.04.2008 Nýi Reykhólavefurinn opnaður
Bjarni Ólafsson frá Króksfjarðarnesi, fimmtudagur 24 aprl kl: 14:06
Til hamingju með daginn og Reykhólavefinn sem ég fer inná nánast á hverjum morgni í byrjun vinnudags með kaffibollanum og hef mikið gaman af.
Gleðilegt sumar "sveitungar" mínir.
Bestu kveðjur,
Bjarni Ólafs.