Tenglar

24. apríl 2014 | vefstjori@reykholar.is

Sumardagurinn fyrsti - Barmahlíðardagurinn

Barmahlíð á Reykhólum.
Barmahlíð á Reykhólum.

Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur í Reykhólahreppi að vanda. Dagurinn hefur verið kenndur við Barmahlíð og hefð er fyrir því að hafa opið hús á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Þangað eru allir velkomnir í heimsókn og heimilisfólkið sýnir afraksturinn af starfi vetrarins. Eins og hér hefur áður verið greint frá verður söngskemmtun ásamt kjötsúpu í íþróttahúsinu í kvöld.

 

 

Dagskráin

 

Kl. 13

Helgistund í Barmahlíð: Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.

Handavinnusýning í Barmahlíð hefst og stendur fram eftir degi.

 

Kl. 15

Bingó nemendafélags Reykhólaskóla í borðsal skólans (fjáröflun vegna ferðalaga). Allir velkomnir.

 

Kl. 20

Söngskemmtun og kjötsúpa. Karlakórinn Söngbræður í Borgarfjarðarhéraði undir stjórn Viðars Guðmundssonar, organista í Reykhólaprestakalli, heldur tónleika í íþróttahúsinu á Reykhólum. Tónleikarnir eru á vegum Lionsdeildarinnar í Reykhólahreppi. Í hléi verður kjötsúpa á borðum. Aðgangseyrir er kr. 5.000 en frítt fyrir yngri en 16 ára. Ath.: Ekki er posi á staðnum.

 

Eigum góðan dag í Reykhólahreppi. Gleðilegt sumar!

 

__________________

 

P.s.: Reykhólavefurinn er sex ára í dag. Hann var opnaður á sumardaginn fyrsta 2008, sem þá bar upp á 24. apríl eins og núna. Sjá hér:

 

► 24.04.2008 Nýi Reykhólavefurinn opnaður

 

Athugasemdir

Bjarni Ólafsson frá Króksfjarðarnesi, fimmtudagur 24 aprl kl: 14:06

Til hamingju með daginn og Reykhólavefinn sem ég fer inná nánast á hverjum morgni í byrjun vinnudags með kaffibollanum og hef mikið gaman af.
Gleðilegt sumar "sveitungar" mínir.
Bestu kveðjur,
Bjarni Ólafs.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Mýrartungu 2, sunnudagur 27 aprl kl: 08:41

Gleðilegt sumar . Ég tek undir það að Reykhólavefurinn er einn allra besti sveitarfélagavefur á landinu, þökk sé honum Hlyni Þór sem sér um hann svo einstaklega vel. Þar er alltaf eitthvað nýtt að skoða. Til hamingju með vefinn og vonandi verður Hlynur allra karla elstur og við góða heilsu. Bestu kveðjur.
Jóna valgerður.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31