Tenglar

12. maí 2009 |

Sumarferð eldri borgara á Njáluslóðir

Ekki fékkst nægileg þátttaka í ferð austur á land í sumar sem Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi auglýsti fyrir páska. Væntanlega hefur einhverjum þótt sú ferð nokkuð löng og ströng. Nú er í staðinn áformuð tveggja daga ferð suður á land 30. júní til 1. júlí með gistingu eina nótt á Laugarvatni. Farið verður um Njáluslóðir og víðar. Allir eldri borgarar eru velkomnir í ferðina, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki.

 

Ferðin með uppihaldi og gistingu kostar 18 þúsund krónur. Þar er miðað við gistingu í tveggja manna herbergjum. Gisting í eins manns herbergi kostar eitthvað meira.

 

Mikilvægt er að skrá sig í ferðina sem fyrst og alls ekki síðar en 16. maí, því tilboðið um gistingu gildir ekki lengur. Um tuttugu manns þarf til að hægt sé að fara.

 

Jóhann og Þrúður í Ási taka við pöntunum í síma 434 1272 og 893 0109.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30