Tenglar

17. nóvember 2015 |

Sumarið var hagstætt fyrir æðarbændur

Æðarhreiður / Wikipedia.
Æðarhreiður / Wikipedia.

„Svona heilt yfir gekk sumarið ljómandi vel hjá æðarbændum,“ segir Sigríður Ólafsdóttir, hlunnindaráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Veðrið í vor og sumar hentaði æðarbændum vel af því að það var víðast hvar þurrt.“ Sigríður sagði mikilvægt að ná dúninum þurrum úr hreiðrunum og því væri gott að fá þurrk.

 

Kuldinn í vor olli því að varpið var heldur seinna en venjulega. „Mér skilst að kollurnar hafi samt verið feitar þegar þær komu á land. Sums staðar á landinu tala menn um að það hafi sést óvenju margir æðarungar, sem er mjög jákvætt. Það hefur verið svolítið brotakennt síðustu ár hvernig gengið hefur að koma þeim á legg,“ sagði Sigríður.

 

Þetta kom fram í úttekt Guðna Einarssonar í Morgunblaðinu. Þar segir einnig m.a.:

 

Fjöldi æðarbænda hefur verið nokkuð stöðugur undanfarin ár. Sigríður sagðist samt fá nokkrar fyrirspurnir á hverju ári frá fólki sem væri að hugsa um að koma sér upp æðarvarpi. Mest er um æðarrækt á Vesturlandi, í Breiðafirði og á Vestfjörðum en einnig á Snæfellsnesi. Einnig er töluvert æðarvarp á Norðurlandi og Austurlandi. Á Suðvesturlandi eru æðarvörp m.a. í Ölfusi og Hvalfirði. Minnst er um æðarvarp við sendnar strendur Suðausturlands.

 

Ágætlega hefur gengið að selja æðardún það sem af er þessu ári. „Það hefur farið meira út nú en á sama tíma í fyrra,“ sagði Erla Friðriksdóttir, sem er í stjórn Æðarræktarfélags Íslands. Frá janúar og út september á þessu ári var búið að flytja út tvö tonn af dúni en 1,7 tonn á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

 

Japanir eru sem fyrr helstu kaupendur æðardúns og þar næst koma Þjóðverjar. Fyrstu níu mánuði þessa árs hafði einnig verið seldur dúnn til Austurríkis, Danmerkur, Frakklands, Noregs og Sviss.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30