Sumarnámskeiðin að hefjast
Kæru foreldrar 6-12 ára barna!
Nú eru sumarnámskeiðin að hefjast og verður boðið upp á fjölbreytt starf með ævintýraleiðöngrum, vettvangsferðum, fjöruferðum, fuglaskoðunarleiðöngrum, heimsóknum, hestamennsku, útiveru og íþróttum.
Samstarfsaðilar sveitarfélagsins í sumarnámskeiðum er ungmennafélagið Afturelding og verður fjölbreytt íþróttastarf samhliða. Þjálfari í fótbolta og frjálsum íþróttum er Dísa Ragnheiður Magnúsdóttir.
Þær íþróttir sem verða í boði þetta sumarið eru:
• Frjálsar íþróttir
• Fótbolta æfingar
• Fimleikaæfingar
Ásamt íþróttaæfingum verðum við með vináttu og leiðtogaþjálfun auk vettvangsferða sem áður eru nefndar.
Námskeiðin verða á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 7. - 23. júní og svo aftur þriðjudags til fimmtudags 16.-18. ágúst.
• Móttaka barna verður frá 9:00-9:30
• Dagskrá hefst 9:30
• Hádegismatur 11:45
Dagskrá lýkur kl. 15:00
Nánari dagskrá verður auglýst þegar skráning liggur fyrir.
Boðið verður upp á akstur fyrir börnin í sveitunum bæði í sumarnámskeiðin og aðra þjónustu sveitarfélagsins fyrir börn, auk þess sem vinnuskólinn verður sniðinn að akstrinum.
Verð á námskeiðið með íþróttaæfingum, er 1.500 krónur dagurinn en 17.000 ef skráð er á allt tímabilið. Við minnum á tómstundastyrk sveitarfélagsins.
Hægt verður að kaupa mat fyrir börnin hjá mötuneyti Reykhólahrepps skv. verðskrá.
Börn utan sveitarfélags eru líka velkomin á sumarnámskeið Reykhólahrepps, en hafa þarf í huga að börn sem þurfa aukinn stuðning inn í skólastarf þurfa líka aukinn stuðning í sumarstarf. Útfærslur yrðu unnar í samvinnu við foreldra/forráðamenn og lögheimilissveitarfélag.
Skráning á námskeiðin, í akstur og í mötuneyti er hjá Jóhönnu í netfangi johanna@reykholar.is en einnig má hafa samband á Facebook eða í síma 6982559.
Jóhanna, Sjöfn og Dísa