Tenglar

21. mars 2016 |

Sumarstarfsmaður óskast í Flatey

Sumardagur í Flatey. ÁG 2012.
Sumardagur í Flatey. ÁG 2012.

Reykhólahreppur óskar eftir starfsmanni í Flatey á Breiðafirði í sumar. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tvo mánuði, eða eftir samkomulagi, við almenn störf í eyjunni. Þar má nefna slátt og hirðingu, hreinsun og tiltekt á opnum svæðum, viðhald stíga og aðstoð á höfninni við komu Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Jafnframt þessu almenna aðstoð og upplýsingagjöf við íbúa, sumarhúsaeigendur og ferðafólk sem sækir eyjuna heim.

 

Umsækjandi þarf að vera sjálfstæður í störfum, lífsglaður og þægilegur í samskiptum og vel að sér um eyjuna. Starfsmaðurinn þarf að eiga sérstaklega góð samskipti við íbúa Flateyjar. Hann þarf að sjá sér fyrir aðstöðu í eyjunni sjálfri og ferðum milli lands og eyjar.

 

Hér gæti verið um að ræða upplagt sumarstarf fyrir háskólafólk með tengsl við Flatey.

 

Í Flatey á Breiðafirði eru þrjú heimili, tvö af þeim með fastri búsetu, og fjöldi sumarhúsa, fyrir utan Hótel Flatey og Frystihúsið, þar sem rekinn er vísir að upplýsingamiðstöð og verslun yfir sumartímann.

 

Umsóknarfrestur er til 30. apríl. Umsóknir ásamt helstu upplýsingum sendist á skrifstofu Reykhólahrepps, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppi, eða í netfangið skrifstofa@reykholar.is.

 

– Reykhólahreppur.

 

Athugasemdir

Svanhildur Jónsdóttir, rijudagur 22 mars kl: 18:10

Um hvað þessi væntanlegi starfskraftur á að upplýsa okkur íbúana þætti mér fróðlegt að vita,ætli hann þyrfti ekki frekar að leita sér upplýsinga hjá okkur ??

Þröstur Reynisson, laugardagur 26 mars kl: 23:22

Kannski ég verði ráðinn í þetta Svana mín, og þá verður aldeilis vissara fyrir þig að hafa heitt á könnunni og munninn fyrir neðan nefið.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30