Sumarstarfsmann vantar
Auglýst er eftir sumarstarfsmanni á Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum. Um er að ræða 75-100% stöðu. Unnið er í lotum ef óskað er eftir því. Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, duglegir og samviskusamir, hafi gaman af samskiptum við fólk og séu kunnugir Reykhólahreppi og því sem hann hefur að bjóða.
Mikilvægt er að umsækjendur búi yfir kunnáttu í erlendum tungumálum, þá sérstaklega ensku. Reynsla af þjónustustörfum er kostur.
Hlutverk starfsmanna Báta- og hlunnindasýningarinnar eru að afgreiða á sýningunni og í minjagripaverslun og veita leiðsögn um sýninguna þegar þess er þörf. Einnig munu starfsmenn sjá um bakstur og afgreiðslu á kaffihúsinu okkar, sem er að hefja sitt þriðja starfsár. Sjá líka um uppgjör, skýrsluhald og skráningar á munum og almenn störf á upplýsingamiðstöð sem einnig er í húsinu.
Óskað er eftir aðila sem hefur áhuga á að aðstoða við markaðssetningu og skipulagningu viðburða sem haldnir eru á sýningunni, eins og Bátadaga, hlut sýningarinnar í Reykhóladögum og fleira.
Vinnutíminn er frá kl. 10.30 til 17.30/18.30. Báta- og hlunnindasýningin er opin alla daga sumarið 2015 frá 1. júní til 31. ágúst.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar og er óskað eftir umsóknum á netfangið info@reykholar.is. Ef spurningar vakna er hægt að senda þær á sama netfang.
- Harpa Eiríksdóttir,
framkvæmdastjóri Báta- og hlunnindasýningarinnar á Reykhólum.