Sumarstörf fyrir 18 ára og eldri í Reykhólahreppi
Velferðarráðuneytið og Vinnumálastofnun standa í sumar fyrir átaksverkefni, ætluðu námsmönnum og atvinnuleitendum, til að fjölga störfum á vegum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Ráðningartíminn er tveir mánuðir í júní og júlí. Skilyrði fyrir ráðningu námsmanna er að þeir séu á milli anna í námi en atvinnuleitendur þurfa að vera á skrá Vinnumálastofnunar með staðfestan bótarétt. Reykhólahreppur auglýsir samkvæmt þessu eftir sumarstarfsfólki í þrjú störf.
Vinnan verður að mestu utandyra, m.a. við hreinsun umhverfis og við garðyrkju, og heyrir undir Áhaldahús Reykhólahrepps. Starfshlutfallið er 100%.
Umsóknum skal skila skriflega fyrir 14. maí til Reykhólahrepps, Maríutröð 5, 380 Reykhólahreppur, eða á netfangið sveitarstjori@reykholar.is. Umsóknareyðublað er að finna hér og í reitnum Umsóknir og reglur neðst á vefsíðunni.
Upplýsingar gefur sveitarstjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, í síma 434 7880.