14. janúar 2014 | vefstjori@reykholar.is
Sumarvinna í Grettislaug
Þó að enn sé langt í sumarkomu er því beint til áhugasamra, að tímabært er að sækja um sumarvinnu í Grettislaug á Reykhólum. Upplýsingar fást bæði hjá Hallfríði Valdimarsdóttur forstöðumanni Grettislaugar og á skrifstofu Reykhólahrepps.