Tenglar

5. október 2013 | vefstjori@reykholar.is

Sumt jákvætt í frumvarpinu en annað ekki

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara.

Landssamband eldri borgara fagnar því að samkv. fjárlagafrumvarpi 2014 skuli staðið við gefin loforð varðandi leiðréttingu á fjórum af þeim skerðingum sem eftirlaunaþegar fengu á sig árið 2009. „Það er stór áfangi að ná því og mun koma þeim til góða sem lægstar lífeyristekjur hafa,“ segir í ályktun um frumvarpið sem vefnum var send til birtingar. Sambandið leggst alfarið gegn fyrirhuguðu daggjaldi af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahús. „Þó upphæðin sé ekki há núna, þá er með því verið að brjóta það samkomulag sem hefur verið frá árinu 1936 þegar almannatryggingar voru lögfestar, að sjúklingar eigi allir jafnan aðgang að sjúkrastofnunum óháð efnahag.“

 

Undir ritar formaður Landssambands eldri borgara, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Mýrartungu II í Reykhólasveit. Ályktunina má lesa hér í heild og undir Sjónarmið í valmyndinni til vinstri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31