4. október 2012 |
Sund og fótbolti hjá UMFA
Sundæfingar á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi (UMFA) eru á mánudögum í október og nóvember. Andrea annast þjálfunina. Fótboltaæfingar eru á fimmtudögum í október. Bjarni annast þjálfunina.
Sundæfingarnar:
3.-10. bekkur kl. 15.10-16.10
5-7 ára kl. 16.15-16.45
Fótboltaæfingarnar:
1.-4. bekkur kl. 16-17
5.-10. bekkur kl. 17-18
Verð:
Frítt fyrir börn sem skráð eru í UMFA
Sundæfingar, 3.-10. bekkur kr. 3.000
Sundæfingar, 5-7 ára kr. 1.500
Fótboltaæfingar kr. 1.500
Þeir sem vilja skrá sig í félagið hafi samband við Herdísi í síma 690 3825 eða Guðrúnu í síma 865 5237.
Afturelding, fimmtudagur 04 oktber kl: 15:25
Ákváðum að breyta tímanum á sundæfingunum, þannig að krakkarnir hefðu tíma til að komast á staðinn.
Eldri krakkarnir byrja kl: 15:10 - 16:10 og yngri krakkarnir byrja kl: 16:15-16:45.
Kveðja
Stjórn Aftureldingar