9. september 2020 | Sveinn Ragnarsson
Sundlaugin opin lengur næstu helgi
Grettislaug verður opin lengur næstu smalahelgi, 11. og 12. sept.
Föstudag 17 - 22 og laugardag 14 - 22.
Það er vinsamleg ábending til þeirra sem ekki eru að smala þessa daga en hyggjast nota sundlaugina, að fara heldur fyrr í sund svo að síður þurfi að grípa til fjöldatakmarkana þegar fólkið sem er í smalamennskum vill nýta þessa viðbótaropnun um kvöldið til að hvíla lúin bein.