3. júní 2008 |
Sundmót UDN á Reykhólum og Kvennahlaupið
Sundmót UDN verður haldið í Grettislaug á Reykhólum laugardaginn 7. júní og hefst kl. 11. Skráningar berist til sundráðs fyrir föstudag (Egill, s. 434 7798, Ingvar, s. 434 7783, Ingibjörg, s. 437 2261). Kvennahlaupið á Reykhólum hefst kl. 14 sama dag og verður lagt af stað frá Grettislaug. Vegalengdir í boði eru 2, 5, 7 og 10 km. Allir þátttakendur í Kvennahlaupinu fá síðan frítt í sund að hlaupi loknu.
Á sundmótinu verður keppt í eftirtöldum greinum:
- 8 ára og yngri: 25 m bringusund.
- 9-10 ára: 25 m bringusund, 25 m baksund.
- 11-12 ára: 50 m bringusund, 25 m baksund, 25 m skriðsund.
- 13-14 ára: 50 m bringusund, 100 m bringusund, 50 m baksund, 25 m skriðsund.
- 15-16 ára: 50 m bringusund, 200 m bringusund, 50 m baksund, 50 m skriðsund.
- 17 ára og eldri: 50 m bringusund, 200 m bringusund, 50 m baksund, 50 m skriðsund, 25 m flugsund, 100 m fjórsund, 4x50 m boðsund.
Grillaðar pylsur og safar til sölu á staðnum á vegum Umf. Aftureldingar.