Tenglar

24. apríl 2012 |

Sundmót UDN og HSS á Reykhólum á laugardag

Grettislaug á Reykhólum.
Grettislaug á Reykhólum.

Ákveðið hefur verið að sundmót Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) og Héraðssambands Strandamanna (HSS), sem frestað var í haust, verði í Grettislaug á Reykhólum núna á laugardaginn, 28. apríl, og hefjist kl. 14. Keppt verður í mörgum aldursflokkum og mörgum greinum.

 

Mótið átti að halda laust eftir miðjan október en þá gerði vitlaust veður og samgöngur spilltust. Því var ákveðið að fresta mótinu til vors.

 

Allir eru velkomnir að fylgjast með keppninni. Skráning er hjá Herdísi í síma 690 3825 og netpósti. Umf. Afturelding verður með pylsur og Svala til sölu. Keppt verður í þessum aldursflokkum og greinum:

 

8 ára og yngri

25 m bringusund, 25 m skriðsund

 

9-10 ára

25 m bringusund, 25 m baksund, 25 m skriðsund

 

11-12 ára

50 m bringusund, 25 m baksund, 50 m skriðsund, 25 m flugsund

 

13-14 ára

50 m bringusund, 50 m baksund, 100 m bringusund, 50 m skriðsund, 25 m flugsund

 

15-16 ára

50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund, 25 m flugsund

 

17 ára og eldri

50 m bringusund, 50 m baksund, 200 m bringusund, 50 m skriðsund, 100 m fjórsund (flugsund, baksund, bringusund, skriðsund), 4 x 50 m boðsund

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31