Sundnámskeið, íþróttaæfingar og leikjanámskeið
Eins og hér hefur komið fram byrjar á morgun, þriðjudaginn 11. júní, sundnámskeið í Grettislaug á Reykhólum fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Því er við að bæta, að íþróttaæfingar fyrir börn frá sex ára aldri verða þrjá fimmtudaga á næstunni og byrja í þessari viku. Leikjanámskeið fyrir sex ára börn og eldri verður haldið í næstu viku. Allt er þetta á vegum Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi.
Sundnámskeið
11.-14. júní og 18.-21. júní
5-6 ára kl. 10-10.30
7-8 ára kl. 10.40-11.20
Námskeiðsgjald kr. 2.500. Kennarar Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Stefán Magnússon.
Íþróttaæfingar við Reykhólaskóla
fimmtudagana 13. júní, 27. júní og 4. júlí
6-9 ára kl. 19-20
10 ára og eldri kl. 20-21
Æfingagjald kr. 1.500. Unnur í Borgarnesi verður með æfingarnar.
Leikjanámskeið við Reykhólaskóla
18.-21. júní
6-9 ára kl. 13-14
10 ára og eldri kl. 14-16
Námskeiðsgjald kr. 3.000. Kennari Stefán Magnússon.
Íþróttamót í sumar
Kvöldmót í Búðardal 18. júní, 2. júlí og 30. júlí.
Goggi Galvaski 28.-30. júní.
Unglingalandsmót á Höfn í Hornafirði 2.-4. ágúst.
Nánari upplýsingar gefur Herdís Erna Matthíasdóttir á Reykhólum.