Tenglar

12. október 2012 |

Sunnukórinn syngur á Hólmavík en ekki á Reykhólum

Sunnukórinn á söngferð um Íslendingaslóðir í Vesturheimi árið 2002.
Sunnukórinn á söngferð um Íslendingaslóðir í Vesturheimi árið 2002.

Ekkert verður af söngskemmtuninni sem Sunnukórinn á Ísafirði hugðist halda í íþróttahúsinu á Reykhólum á sunnudag. Kórinn verður hins vegar með tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 17 á morgun, laugardag.

 

Efnisskráin hefur spænskt yfirbragð með íslensku ívafi og verða m.a. flutt lög eftir Jónas Tómasson og Fjölni Ásbjörnsson. Á dagskránni eru kórsöngur, einsöngur, gítarleikur, píanóleikur og flautuleikur. Ingunn Ósk Sturludóttir og Steinþór Bjarni Kristjánsson syngja einsöng, Sigurður Friðrik Lúðvíksson leikur á gítar en Sigríður Ragnarsdóttir og Dagný Arnalds leika á píanó. Einnig syngur oktettinn Áttund. Stjórnandi er Dagný Arnalds. Aðgangur er ókeypis.

 

 „Það er þeim mun leiðara að þurfa að gera þetta núna, að við þurftum líka að aflýsa söng okkar á Reykhólum í vor,“ segir í tilkynningu frá kórnum þar sem greint er frá því að tónleikarnir á Reykhólum falli niður.

 

Sunnukórinn á Ísafirði nálgast nú áttrætt en hann var stofnaður haustið 1934.

 

Saga Sunnukórsins á Ísafirði fyrstu 70 árin

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31