Tenglar

2. ágúst 2012 |

Súpufundur í ágúst viku seinna en venjulega

Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi.
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi.

Næsti súpufundur í Reykhólahreppi verður annað þriðjudagskvöld í mánuðinum (14. ágúst) en ekki það fyrsta eins og venja hefur verið. Á ágústfundinum sem verður í matsal Reykhólaskóla ætlar Harpa Eiríksdóttir frá Stað að segja frá því sem hún hefur verið að fást við í Reykhólahreppi í starfsnámi sínu frá Oxford Brookes á Englandi. Harpa fer enn á ný til Oxford í haust og verður þar þriðja og næstsíðasta veturinn í námi sínu í ferðamálafræðum.

 

Þarna gefst kostur á því að kynna sér það sem Harpa hefur haft fyrir stafni sem ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps frá vordögum í fyrra.

 

Húsið verður opnað kl. 18.30. Súpan kostar 800 krónur.

 

Þess má jafnframt geta, að viðfangsefni súpufundar þriðjudagskvöldið 4. september liggur fyrir (sami staður, sami tími). Þá kemur María Játvarðardóttir frá Miðjanesi og ræðir um hamingju og samskipti.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31