5. október 2010 |
Súpufundur um Eyjasiglingu
Annar súpufundurinn á þessu hausti verður haldinn í húsnæði Hlunnindasýningarinnar á Reykhólum á fimmtudagskvöld og hefst kl. 18.30. Þar mun Björn Samúelsson á Reykhólum greina frá fyrirtæki sínu Eyjasiglingu og starfsemi þess. Súpufundirnir eru haldnir fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði í vetur. Sá fyrsti fyrir mánuði heppnaðist mjög vel en þar greindi Atli Georg Árnason framkvæmdastjóri frá starfsemi Þörungaverksmiðjunnar. Fyrir utan það að njóta fróðleiks um fyrirtæki í heimabyggð eru þetta prýðileg tækifæri til að sýna sig og sjá aðra.
Sjá einnig:
Líður að fyrsta súpufundi á Reykhólum