Tenglar

13. september 2016 |

Svæðisáætlun og stefnumörkun á fyrsta haustþingi FV

Sveitarfélög innan Fjórðungssambands Vestfirðinga eru níu. Kort: lmi.is.
Sveitarfélög innan Fjórðungssambands Vestfirðinga eru níu. Kort: lmi.is.

Samkvæmt nýjum samþykktum var Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið í fyrsta sinn þann 9. og 10. september í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þingið sátu um 60 manns, þar af voru um 45 fulltrúar sveitarfélaganna. Þingið ávörpuðu Ólöf Nordal innanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og auk þeirra ávarpaði Einar Kristinn Guðfinnsson forseti Alþingis haustþingið, þegar hann var heiðraður af þinginu eftir áratuga starf sem þingmaður kjördæmisins.

 

Formaður aðgerðanefndar forsætisráðuneytis um málefni Vestfjarða (Vestfjarðanefndar), Ágúst Bjarni Garðarsson, kynnti störf nefndarinnar og helstu niðurstöður hennar.

 

Á þinginu var lögð fram til kynningar endurskoðuð tillaga að Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 og verkefnastjórar Fjórðungssambandsins og framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða fluttu starfsskýrslur.

 

Málefni þingsins

 

Málefni þingsins var mörkun sameiginlegar stefnu sveitarfélaga í skipulagsmálum og stefnu Fjórðungssambands Vestfirðinga. Lögð var fram tillaga að mótun Svæðisáætlunar sveitarfélaga á Vestfjörðum og tillaga að Stefnumörkun Fjórðungssambands Vestfirðinga 2016-2018. Báðar tillögurnar fengu góðan hljómgrunn og samþykkt var að fela stjórn og starfsmönnum að vinna þær áfram með sveitarfélögunum, m.a. með vinnufundum með sveitarstjórnum.

 

Haustþingið tók einnig til umræðu samstarf Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Fjórðungssambandsins. Tilefni umræðunnar er að stjórn Fjórðungssambandsins barst beiðni frá stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um að Fjórðungssambandið myndi annast tímabundið framkvæmdastjórn félagsins. Af þessu tilefni samþykkti haustþingið samhljóða eftirfarandi ályktanir með yfirskriftinni Framtíðarsýn um stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar – Samstarf FV og Atvest.

  • Fyrsta Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið á Hólmavík 9. og 10. september 2016 samþykkir að veita stjórn FV umboð til þess að annast framkvæmdastjórn Atvest tímabundið.
  • Fyrsta Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið á Hólmavík 9. og 10. september 2016 veitir stjórn FV umboð til að leiða umræður um stofnun Vestfjarðastofu í samstarfi við stjórn Atvest, niðurstöður þeirra umræðna verða lagðar fram á 62. Fjórðungsþingi vorið 2017.

 

Gögn haustþingsins má finna hér á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfirðinga.

 

- Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31