2. janúar 2023 | Sveinn Ragnarsson
Svæðisbundnar almenningssamgöngur
Samningur um styrk vegna verkefna á sviði almenningssamgangna á Ströndum og Reykhólum var undirritaður 8. nóvember sl. Samningurinn kemur í stað tveggja annarra samninga sem snerust annars vegar um aksturssþjónustu og hins vegar um samnýtingu skólabíla fyrir almenning.
Byggðastofnun, fyrir hönd samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Reykhólahreppur gerðu með sér samning um styrk vegna almenningssamgangna á Ströndum og Reykhólum sem gildir út árið 2023. Samningurinn kemur í stað samninga Byggðastofnunar og Vestfjarðastofu frá nóvember 2020 um verkefnin Pöntunarakstur Strandir og Reykhólar 2020–2023 og verkefnið Sambíllinn.
Fjallað er um þetta í grein á strandir.is