Svæðisleiðsögunám um Vestfirði og Dali á Reykhólum
Einar á reyndar sjálfur ættir að rekja í sýsluna, því móðuramma hans var fædd í Flatey árið 1889. „Þessi sýsla er afar spennandi svæði og sérstaklega Breiðafjarðareyjarnar. Ég er ekki viss um að allir geri sér grein fyrir því að árið 1900 bjuggu 400 manns á sjö pínulitlum eyjum á Breiðafirði, þ.e. í Flateyjarhreppi hinum forna. Þéttbýlið var í raun eitt hið mesta á landinu og samgöngur á sjó miklu auðveldari en að ríða á hestum yfir fjöll og hálsa. Þetta skapaði einstakt menningarsamfélag og því mun ég koma á framfæri í kennslunni“, segir Einar.
Umsjón með náminu hefur Kristín Sigurrós Einarsdóttir, verkefnastjóri á Hólmavík. Um 30 manns víða af landinu eru skráðir á námskeiðið. Kennslan fer m.a. fram í helgarlotum víðs vegar um svæðið.
Þorgeir Samúelsson, laugardagur 20 nvember kl: 08:53
Það er bara frábært að þessi góði mannvinur okkar sem var hér sveitastjóri ...skuli sýna okkur þá virðingu að halda námskeið í ferðamensku....haldið þið íbúar góðir að Einar sé bara að gera þetta af þörf fyrir sinni vinnu og tekjuöflun vinnandi manns? nei hann var búin að kortleggja þetta af sýnum áhuga fyrir margt löngu síðan...sá tækifærin sem eru hérna í hverjum hól og steini...sá tækifæri fyrir okkar litla samfélag að verða að framtíðar stað fyrir ómælda landslags-fegurð....óbeislaða möguleyka á að veita ferðalangnum fræðslu...veita honum aðstöðu til dvalar...og almenns viðurværis. Nei þetta var ekki eftir bók infæddra að hleypa að draumórum fólks ..sem sér með öðrum augum samfélag sem gæti vaxið...samfélag sem tæki á móti nýju fólki með opnum örmum...hlustaði á það...tæki mið af kunnáttu þess...leyfði að það endurnýjaðist hugvit ...kæmu fram nýjar áherslur....nei það má ekki...þá gætu moldarkofarnir hrunið af svoleiðis hamförum. Það er ótrúlegt að standa bráðum frammi fyrir því að verða sextugur..horfandi á sitt gamla og sveitarfélag steinrunnið af áhugaleysi fyrir framförum....Hvað varð um þetta unga fólk sem er fædd um árin 1965 til 70....það kom hér heim eftir skólavist og sagði að samfélagið tæki ekki mark á því né skaffaði því vinnu...jú ég man núna....það er einmitt í sveitastjórn núna:) Horfið svo á..og spyrjið ykkur sjálf góða fólk....afhverju er Einar Örn að segja ykkur í hundraðasta skypti hvaða möguleyka Reykhólahreppsbúar hafa! ...er ekki ráð að fara að hlusta og nema? Ég bara spyr?