Tenglar

1. júlí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Svæðisskipulag Dala- Reykh.- Stranda- komið í gildi

1 af 2

   Njótum hlunninda! 

 Sameiginleg áætlun Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar um byggðarþróun m.t.t. landbúnaðar, sjávarnytja og ferðaþjónustu, hefur tekið gildi.  Skipulagsstofnun staðfesti svæðisskipulagsáætlunina þann 5. júní  sl. í samræmi við skipulagslög og auglýsing um gildistökuna var birt í Stjórnartíðindum 19. júní sl. 


 Í svæðisskipulaginu er sett  fram  framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin þrjú sem lýsir þeim árangri sem þau vilja ná á næstu 15 árum. Einnig eru sett fram leiðarljós sem höfð verða í hávegum við það starf. Þá er sett fram svæðismark sem fylgir framtíðarsýninni eftir með því að skilgreina þau sérkenni svæðisins sem sveitarfélögin eru sammála um að viðhalda og styrkja. Markmið sveitarfélaganna til sóknar, snúa að landbúnaði, sjávarnytjum og ferðaþjónustu. Fyrir hverja þessara greina eru sett fram sóknarmarkmið og skilgreindar leiðir að þeim sem snúa að umhverfismálum, atvinnumálum og menningarmálum.

 

 Vinna við svæðisskipulagið hófst í ársbyrjun 2016 með upphafsfundi svæðisskipulgsnefndar með fulltrúum sveitarstjórna og nefnda. Áætlunargerðinni lauk með samþykkt svæðisskipulagsnefndar í mars og sveitarstjórna í apríl 2018. Lesa má nánar um vinnuferlið undir „fréttir“ á þessum vef og í 3. kafla svæðisskipulagsgreinargerðar.


 Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna mun hafa umsjón með framfylgd áætlunarinnar. En til þess að markmið hennar náist þarf breiða þátttöku samfélaga svæðisins, samtaka, fyrirtækja og stofnana. Gert er ráð fyrir að samstarfsfyrirkomulag sveitarfélaganna sín á milli og við aðra aðila í atvinnulífi og samfélagi, verði mótað nú eftir gildistöku svæðisskipulagsins.

 

 Til að framfylgd svæðiskipulagsins verði sem markvissust er gert ráð fyrir að unnin verði framkvæmdaáætlun til tveggja eða þriggja ára sem forgangsraðar verkefnum og skilgreinir þau m.t.t. ábyrgðaraðila, samstarfsaðila, nálgunar og kostnaðar. Fjárhagsáætlanir sveitarfélagana taki mið af henni og á grunni hennar verði sótt í sjóði eins Skipulagssjóð, Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, Uppbyggingarsjóð Vesturlands og Framkvæmdasjóð ferðamanna. Vonir standa til að vel verði tekið í þá málaleitan m.a. með tilvísun í það víða samhengi í tíma og rúmi sem svæðisskipulagsætlunin setur einstök verkefni í.

 

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30