18. apríl 2016 |
Svæðisskipulagið: Opinn súpufundur í Tjarnarlundi
Kæru íbúar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar! Nefnd um gerð svæðisskipulags fyrir sveitarfélögin þarf á aðstoð ykkar að halda. Nefndin hefur það hlutverk að móta stefnu um þróun svæðisins til framtíðar. Sú stefna þarf að eiga fótfestu í ykkar reynslu og sýn á svæðið, auðlindir þess og tækifæri.
Þannig hefst tilkynning á vef Svæðisskipulagsnefndar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Síðan segir þar:
- Þess vegna boðar nefndin til opins súpufundar í Tjarnarlundi í Saurbæ þriðjudaginn 26. apríl kl. 17.30-21.30. Á fundinum verður svæðisskipulagsverkefnið kynnt og gefinn kostur á spurningum um það. Síðan verður unnið í hópum um ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og aðra framleiðslu úr auðlindum svæðisins. Lögð verða fram gögn til að vinna út frá og spurt verður spurninga sem snúa að þróun vöru og þjónustu, nýtingu auðlinda, umgengni við náttúrna, uppbyggingu, mannvirkjagerð og samvinnu aðila.
- Svæðisskipulagsnefnd hvetur alla sem hafa áhuga á framtíð svæðisins að koma á fundinn, kynna sér um hvað svæðisskipulagsverkefnið snýst, hitta nágranna og ræða möguleg tækifæri til að nýta auðlindir og sérkenni svæðisins til eflingar atvinnulífs og byggðar.
- Vinsamlegast skráið þátttöku hjá Herborgu Árnadóttur hjá Alta á netfangið herborg@alta.is eða í síma 582 5000.
- Góð súpa verður í boði.
Vefur um sameiginlegt svæðisskipulag
Facebooksíða um sameiginlegt svæðisskipulag