Tenglar

18. desember 2015 |

Svæðisskipulagsnefnd þriggja sveitarfélaga stofnuð

Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).
Kort: Landmælingar Íslands (lmi.is).

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps fyrr í vikunni voru Karl Kristjánsson og Ágúst Már Gröndal kosnir í svæðisskipulagsnefnd og Áslaug B. Guttormsdóttir og Sandra Rún Björnsdóttir til vara. Hér er um að ræða nýja sameiginlega nefnd Reykhólahrepps, Dalabyggðar og Strandabyggðar.

 

Forsagan er í stuttu máli þessi:

 

Fulltrúar nokkurra sveitarfélaga, þar á meðal Reykhólahrepps, komu saman í vor og ræddu hugsanlegt samstarf sveitarfélaganna og jafnvel sameiningu þeirra. Í framhaldi af því samþykkti sveitarstjórn Reykhólahrepps að fara í frekari viðræður við Dalabyggð, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp og Árneshrepp um að vinna að völdum samstarfsverkefnum án sameiningar sveitarfélaganna, svo sem varðandi stjórnsýslu eða þjónustu.

 

Í haust þegar fyrir lá kostnaðaráætlun og verkefnistillaga frá ráðgjafastofunni Alta um svæðisskipulag fyrir Reykhólahrepp, Dalabyggð og Strandabyggð samþykkti sveitarstjórn Reykhólahrepps að taka þátt í því verkefni, með þeim fyrirvara að Dalabyggð og Strandabyggð gerðu það líka. Eftir það samþykktu sveitarstjórnir Dalabyggðar og Strandabyggðar einnig að taka þátt í þessu sameiginlega verkefni sveitarfélaganna þriggja.

 

Ráðgjafastofan Alta mun stjórna verkefninu og var ákveðið að sveitarfélögin þrjú myndu skipa fulltrúa í hina sameiginlegu svæðisskipulagsnefnd núna í desember. Hvert sveitarfélag skipar tvo fulltrúa og tvo til vara, en auk þess hafa sveitarstjórar seturétt í nefndinni. Fyrsti fundur nefndarinnar verður fljótlega á nýja árinu.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31