Tenglar

18. maí 2009 |

Svæðisþekking - fjarkennsla m.a. á Reykhólum

Námskeið í svæðisþekkingu fyrir Vestfirði verður haldið annað kvöld, þriðjudagskvöld, og á miðvikudagskvöld. Kennslutími er kl. 18-22 hvort kvöld. Kennslustaður er Þróunarsetrið á Hólmavík en jafnframt er kennt í fjarfundi á Ísafirði, Patreksfirði og Reykhólum. Námskeiðið er ætlað öllum sem áhuga hafa á svæðis- og samfélagsþekkingu. Farið verður í samfélagsþætti, staðarþekkingu, upplýsingaleiðir og átthagafræði. Fjallað verður um náttúruna og söguna, vinsæla ferðamannastaði og fleira.

 

Skráning hér eða á www.frmst.is.

 

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur:

 

- Hafi staðgóða samfélags- og staðarþekkingu.

- Þekki helstu upplýsingarveitur um ferðaþjónustu og ferðamannastaði á Vestfjörðum.

- Geri sér grein fyrir hvað er sérstakt og eftirsóknarvert á Vestfjörðum í heild og einkennum hvers svæðis
  (Norðursvæði - Suðursvæði - Strandir - Reykhólahreppur).

- Þekki hvað felst í hugtakinu menningartengd ferðaþjónusta.

- Kynnist helstu nýjungum í ferðaþjónustu.

 

Leiðbeinendur: Jón Jónsson, Jón Páll Hreinsson, Björn Samúelsson, Sólrún Geirsdóttir og Úlfar Thoroddsen.

 

Verð kr. 2.000 fyrir hvort kvöld. Hægt er að taka annað kvöldið eða bæði.

 

Þriðjudagur 19. maí

Kl. 18:00-19:20 - Svæðisþekking í Reykhólahreppi, Björn Samúelsson.

Kl. 19:20-20:40 - Svæðisþekking á Norðurfjörðum Vestfjarða, Sólrún Geirsdóttir.

Kl. 20:50-22:10 - Svæðisþekking á Suðurfjörðum Vestfjarða, Úlfar Thoroddsen.

 

Miðvikudagur 20. maí

Kl. 18:00-19:20 - Nýjungar í ferðaþjónustu, Jón Páll Hreinsson.

Kl. 19:20-22:10 - Svæðisþekking á Ströndum og almennt um Vestfirði, Jón Jónsson.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31