Tenglar

28. desember 2015 |

Svar sveitarstjórnar til stjórnar Framfarafélagsins

Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.
Sumardagur í Flatey / ÁG 2012.

Ályktun stjórnar Framfarafélags Flateyjar (FFF) sem greint var frá hér á vefnum (Vilja að sveitarstjórn endurskoði afstöðu sína) var lögð fram og rædd á síðasta fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Í ályktuninni lýsir stjórn FFF yfir „miklum vonbrigðum með þá málsmeðferð sveitarstjórnar Reykhólahrepps að leggjast gegn ósk íbúa Flateyjar um að stjórnsýsla Flateyjar færist til Stykkishólmsbæjar“. Jafnframt reifar stjórn FFF sjónarmið sín og beinir spurningum til sveitarstjórnar.

 

Í svari sveitarstjórnar til stjórnar Framfarafélagsins eru einstakir efnisþættir ræddir og spurningum svarað. Í svarbréfinu kemur fram mikill vilji til þess að sinna hagsmunum Flateyinga sem best. Eftir að fjallað hefur verið um einstakar spurningar frá stjórn FFF segir í svarbréfinu:

  • Reykhólahreppur hefur ekki fjárhagslega hagsmuni af veru Flateyjar innan sinnar lögsögu. Tengslin eru fyrst og fremst sögulegs, menningarlegs og tilfinningalegs eðlis.
  • Þorpið í Flatey er helsta stolt Reykhólahrepps. Eigendur húsanna í Flatey hafa um langt árabil varið ómældum fjármunum og vinnu í viðhald þeirra og endurbyggingu og innt það af hendi af sérstökum myndarskap. Árangurinn er þeim (og Reykhólahreppi) til mikils sóma. Svipmót gamla tímans í heilu þorpi á sér enga hliðstæðu hérlendis. Menningarverðmæti af ýmsu tagi í Flatey eru ómetanleg, ekki aðeins fyrir Flateyinga og Reykhólahrepp heldur fyrir landið allt og íslenska þjóð.
  • „Stjórn Framfarafélags Flateyjar hefur átt ánægjuleg og um margt árangursrík samskipti við sveitarstjórnir Reykhólahrepps um árabil ...“ segir í erindi stjórnar FFF. Sveitarstjórn þakkar þessi ummæli og tekur undir þau og lýsir yfir einlægum vilja sínum til að samskiptin geti haldið áfram að vera ánægjuleg og jafnframt að þau geti orðið ennþá árangursríkari.
  • Þessa dagana vinnur Reykhólahreppur að frekari brunavörnum í Flatey, með kaupum á nýrri traktorsdælu og eldtefjandi efni til slökkvistarfs og gerð brunavarnaáætlunar. Jafnframt er stefnt að árlegri æfingu slökkviliðs í Flatey.
  • Sveitarstjóri og oddviti Reykhólahrepps hafa átt fundi með Vegagerðinni vegna samgöngumála, þar sem staða bryggjunnar var m.a. rædd.
  • Nýstofnuð er dreifbýlisnefnd sem ætlað er að koma málefnum íbúa betur á framfæri við sveitarfélagið með beinni samskiptum en verið hafa, og eiga íbúar Flateyjar þar aðalmann og varamann.
  • Ráðgert er að styrkja FFF til hátíðarhalda í eyjunni í þágu allra húseigenda þar. Fyrirhugað er að auglýsa 100% starf starfsmanns á vegum Reykhólahrepps í Flatey frá 15. júní til 15. ágúst 2016.
  • Þá hefur fulltrúi í sveitarstjórn ákveðið að dveljast um tíma í Flatey í sumar til þess að ræða við íbúa og sjá hvað þá vanhagar um.
  • Hér með ítrekar sveitarstjórn Reykhólahrepps að hún óskar eftir fundi með stjórn Framfarafélags Flateyjar til að ræða hvaðeina sem til gagns mætti horfa fyrir Flatey, íbúa þar og húseigendur. Og fyrir Reykhólahrepp.

Svarbréf sveitarstjórnar til stjórnar FFF má lesa hér í heild (pdf)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29