Tenglar

31. janúar 2010 |

Svara þarf boðsbréfi á Þjóðfund Vestfjarða

Boðsbréf Fjórðungssambands Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Sóknaráætlunar 20/20 á Þjóðfund Vestfjarða, sem haldinn verður í íþróttahúsinu í Bolungarvík laugardaginn 6. febrúar, eiga að hafa borist þjóðfundargestum á Vestfjörðum. Til að fundurinn nái markmiðum sínum þarf að tryggja ákveðinn fjölda fundargesta. Því er mikilvægt að þeir sem hafa fengið boðsbréf staðfesti mætingu eða afboðun. Í stað þeirra sem afboða sig verður nýtt fólk boðað. Því eru fundargestir hvattir til að svara bréfi fundarboðenda núna í dag eða eigi síðar en að morgni mánudags 1. febrúar. Staðfestingu skal tilkynna í netfangið gunnasigga@uwestfjord.is eða í síma 450 3000.

 

Þjóðfundurinn á Vestfjörðum er hluti af fundaröð Sóknaráætlunar 20/20 í öllum landshlutum. Hann hefst kl. 10.15 og stendur til 16.15. Fundurinn er ekki opinn en til hans er boðað með bréfi sem sent hefur verið til einstaklinga og hagsmunaaðila á Vestfjörðum. Nánari uppl. er að finna á www.island.is/endurreisn/soknaraetlun-islands/.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31