Tenglar

22. mars 2016 |

Svarar gagnrýni á búvörusamninginn

Eins og fram hefur komið í fréttum eru skiptar skoðanir á hinum nýja búvörusamningi og hafa meðal annars tvö félög sauðfjárbænda á Vestfjörðum ályktað gegn honum. Fyrir nokkrum dögum var í RÚV rætt við Ebbu Gunnarsdóttur á Barkarstöðum eins og hér kom fram, en hún óttast að samningurinn gangi gegn því markmiði að efla nýliðun í sauðfjárrækt.

 

Útreikningar þeirra sauðfjárræktarfélaga sem hafa gagnrýnt samninginn eru byggðir á skýrslu sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins gerði fyrir þau.

 

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, svaraði gagnrýni á samninginn í viðtali við Spegilinn á RÚV. Hann telur að skýrslan taki ekki tillit til mikilvægra þátta eins og stuðnings við svæði sem eru sérstaklega háð sauðfjárrækt. Þá verði að taka tillit til þess að í samningnum séu rauð strik sem geri kleift að taka upp ákveðin atriði, gangi hlutirnir ekki upp eins og stefnt sé að. Rauði þráðurinn í samningnum sé sá, að stefnt sé að auknu virði framleiðslunnar og þar með auknum tekjum bænda.

 

Hér má heyra viðtalið við Þórarin Inga á RÚV.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31