Tenglar

18. janúar 2021 | Sveinn Ragnarsson

Svavar Gestsson látinn

Svavar Gestsson
Svavar Gestsson
1 af 2

Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er látinn 76 ára að aldri. Hann lést aðfaranótt mánudagsins 18. janúar á gjörgæsludeild Landspítalans.

 

Svavar fæddist á Guðnabakka í Stafholtstungum 26. júní. Foreldrar hans voru Gestur Zóphónías Sveinsson og Guðrún Valdimarsdóttir.

 

Eftirlifandi eiginkona Svavars er Guðrún Ágústsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar Reykjavíkur. Börn Svavars af fyrra hjónabandi eru Svandís, Benedikt og Gestur, og börn Guðrúnar eru Ragnheiður, Árni og Gunnhildur.

 

Fyrir hálfum öðrum áratug festu þau Svavar og Guðrún kaup á hluta jarðarinnar Hóla, hér í Reykhólahreppi og byggðu þar hús. Heitir þar Hólasel og þaðan er útsýni ótrúlega vítt og fagurt. Þar hafa þau plantað trjám og sinnt hlunnindum í hólmunum úti fyrir landinu.

 

Fjölskyldunni eru færðar innilegustu samúðarkveðjur.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30