Tenglar

14. janúar 2020 | Sveinn Ragnarsson

Svavar Knútur skemmtir á Reykhólum

Svavar Knútur söngvaskáld og sagnamaður, heldur tónleika og kvöldvöku á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum, föstudagskvöldið 17. janúar, kl. 20. Húsið opnað kl. 19:30.

 
Dagskráin, sem ætluð er öllum aldurshópum, verður fjölbreytt og munu ljóð, sögur, sígild sönglög og frumsamin lög eftir Svavar Knút verða flutt, sungin og sögð.


Litlar 2.000 krónur kostar á kvöldvökuna en ókeypis er inn fyrir börn á grunnskólaaldri.
Ekki þarf að hafa áhyggjur af elstu kynslóðinni, því Svavar mun heimsækja hana fyrr um daginn.

 


Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2023 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31