Svefneyingabók, frásagnir úr Breiðafjarðareyjum
Nýkomin er út Svefneyingabók eftir Þórð Sveinbjörnsson.
Þórður fæddist í Svefneyjum árið 1941 og átti þar heima til 17 ára aldurs. Hann lýsir hér á eftirminnilegan hátt bernskuárum sínum frá sjónahóli ungs drengs og segir frá búskaparháttum um miðja 20. öldina, svo og ýmsum atburðum.
Meðal annars er kafli þar sem sagt er frá ferð á sumarhátíð í Bjarkalundi þegar Þórður er á 14. ári, og er óhætt að segja að margt hafi komið ungum samkomugesti undarlega fyrir sjónir á því balli.
Frá landnámi eyjanna og til okkar daga hefur margt á dagana drifið og hefur höfundur viðað að sér ýmsum heimildum sem varpa ljósi á mannlífið þar í aldanna rás.
Bókina prýðir fjöldi mynda af fólki, fallegri náttúru eyjanna, bátum og fuglalífi sem þar er ríkulegt.
Bókin er til sölu í Upplýsingamiðstöðinni á Reykhólum og í Handverksmarkaðnum í Króksfjarðarnesi.
Einnig hjá höfundi í síma 699 2400 og gisting@gisting.is