Tenglar

10. júlí 2019 | Sveinn Ragnarsson

Svefneyingabók, frásagnir úr Breiðafjarðareyjum

1 af 3

Nýkomin er út Svefneyingabók eftir Þórð Sveinbjörnsson.


Þórður fæddist í Svefneyjum árið 1941 og átti þar heima til 17 ára aldurs. Hann lýsir hér á eftirminnilegan hátt bernskuárum sínum frá sjónahóli ungs drengs og segir frá búskaparháttum um miðja 20. öldina, svo og ýmsum atburðum.


Meðal annars er kafli þar sem sagt er frá ferð á sumarhátíð í Bjarkalundi þegar Þórður er á 14. ári, og er óhætt að segja að margt hafi komið ungum samkomugesti undarlega fyrir sjónir á því balli.  

 

Frá landnámi eyjanna og til okkar daga hefur margt á dagana drifið og hefur höfundur viðað að sér ýmsum heimildum sem varpa ljósi á mannlífið þar í aldanna rás.

 

 Bókina prýðir fjöldi mynda af fólki, fallegri náttúru eyjanna, bátum og fuglalífi sem þar er ríkulegt.


Bókin er til sölu í Upplýsingamiðstöðinni á Reykhólum og í Handverksmarkaðnum í Króksfjarðarnesi.

Einnig hjá höfundi í síma 699 2400 og gisting@gisting.is

 

  

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31