Tenglar

20. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson

Sveitarstjóri í sauðburði

Ingibjörg með lambadrottningu
Ingibjörg með lambadrottningu
1 af 8

Það telst varla til stórtíðinda á þessum árstíma að fólk sé í sauðburði. Samt er það algjör nýlunda hjá sveitarstjóranum okkar, Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur og hennar fjölskyldu.

Á liðnu sumri festu þau hjón, Ingibjörg og maður hennar Hjalti Hafþórsson kaup á nýbýlinu Klettaborg, sem er byggt út úr Skerðingsstöðum á Reykjanesi.

 

Það hafði lengi blundað með þeim draumur um að eignast jörð eða land í sveit og þarna bauðst tækifærið. Ekki er Klettaborg landmikil jörð, en öll gróin.

Þau eru strax búin að koma upp bústofni, hrossum, hænsnum og kindum, að ógleymdum hundinum sem er nokkurn veginn alveg laus við að vera fjárhundur.

 

Kindurnar eru 14, flestar þeirra keyptu þau hjá Eyrúnu Guðnadóttur og Sverri Eyjólfssyni á Gillastöðum, þar sem þau fengu að velja gimbrar úr hópnum hjá þeim. Vali á gimbrunum réð liturinn, augnaráð og hvort viðkomandi var spök. Þegar því var lokið sagði Sverrir bóndi að hann hefði nú ekki endilega valið svona holdlitlar skepnur. Einnig fylgdu með fullorðnar ær, og eru meðfylgjandi myndir af henni Rönd Eyrúnardóttur, bæði nýkominni á hús, og með lambadrottningarnar nú í vor. Eyrún var óþreytandi að aðstoða og leiðbeina byrjendunum, meðan þau voru að feta fyrstu skrefin við fjárbúskapinn.

 

Sá skemmtilegi og fallegi siður hefur tíðkast lengi þegar fólk byrjar búskap, færa nágrannar og sveitungar frumbýlingunum gimbrar, og  svo var einnig nú þegar Hjalti og Ingibjörg hófu búskap á Klettaborg. Þá kom reyndar í ljós að skýrslukerfi landbúnaðarins gerir ekki ráð fyrir þannig höfðingsskap, svo nokkur pappírsvinna fylgdi með. Það var þó bót í máli að Ingibjörg er enginn byrjandi á því sviði.

Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum er bústofninn skrautlegur á Klettaborg.

  

Atburðadagatal

« Jn 2024 »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30