Tenglar

28. nóvember 2017 | Sveinn Ragnarsson

Sveitarstjórn ályktar um samgöngur við Flatey

Sveitarstjórn Reykhólahrepps gerir þá skýru kröfu til Vegagerðarinnar, að hún tryggi eðlilegar samgöngur og þjónustu við íbúa Flateyjar á meðan á viðgerð á flóabátnum Baldri stendur yfir. Ekki sé boðlegt að íbúar í eynni búi við samgönguleysi svo vikum skipti.  Eins og staðan er í dag, er ekki útlit fyrir að neinn aðili sinni samgöngum á milli lands og eyju í desember. Út frá þörfum íbúanna almennt, ekki síst vegna öryggis og heilsu er það algjörlega óásættanlegt og óboðlegt.

 

Uppfært 29.11.2017

Vegagerðin hefur tilkynnt Reykhólahreppi að samið hafi verið við Sæferðir að sigla skipinu Særúnu tvisvar í viku, ferð í Flatey á meðan á viðgerð á Flóabátnum Baldri stendur yfir.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31