Tenglar

13. mars 2017 | Sveinn Ragnarsson

Sveitarstjórn ályktar um vegagerð í Gufudalssveit

Mynd af vef Vegagerðarinnar
Mynd af vef Vegagerðarinnar

Nú styttist í að Skipulagsstofnun birti álit á matsskýrslu fyrir Vestfjarðaveg (60) milli Bjarkalundar og Skálaness. Þegar það liggur fyrir er næsta skref að afgreiða framkvæmdaleyfi sveitarstjórnar, það er hægt að kæra til úrskurðarnefndar skipulags og byggingamála og er kærufrestur 1 mánuður. Að honum liðnum getur undirbúningur framkvæmda hafist, fari ekki í gang enn eitt kæruferlið.

 

Þegar loksins var farið að hilla undir að hægt væri að hefjast handa við löngu tímabæra vegagerð og það staðfest í glænýrri samgönguáætlun, þá kom tikynning um að ekki væri til fé til þessara framkvæmda. Ekki er hægt að kalla þetta nærgætnisleg vinnubrögð, enda voru viðbrögð fólks eftir því. Drifinn var af stað undirskriftalisti og hafa ýmsir tjáð óánægju í greinum t.d. hér á síðunni undir liðnum sjónarmið.

 

Á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps 9. mars var bókuð þessi ályktun:

Sveitarstjórn Reykhólahrepps krefst þess að staðið verði að fullu við þau fyrirheit sem gefin eru í ný samþykktri samgönguáætlun Alþingis.

Það er óásættanlegt eftir áralanga baráttu, að núna þegar loksins hillir undir að framkvæmdir geti hafist við þjóðveg 60 í Gufudalssveit, skuli óvissa ríkja um fjármögnun verksins.

 


Athugasemdir

Jóna Magga, mnudagur 13 mars kl: 22:37

Stafsetningarperrinn gerir hér með athugasemd við að hér í þessum skrifum að ofan er tvisvar sagt að það hilli undir. Ég stend föstum fótum á því að það eigi að vera hylli undir. Og til gamans þar sem ég lærði sérstaka mállýsku úr Vestur Hópinu þá myndi ég segja að það "hylli yndir";)
Góðar stundir!

Svenni, rijudagur 14 mars kl: 00:32

Þú segir nokkuð, ég hef nú ekki heyrt eða séð þetta fyrr. Ég lærði fyrir löngu að það væri sitt hvor merkingin með i eða y. það hillir undir eitthvað sem sést í fjarska, eins og hillingar, en svo hyllir maður frelsishetjur og sýnir þeim hollustu. Þannig að ég ætla að bíða með að breyta þessu :) Mér finnst samt skemmtilegt að sjá þetta, og svo er náttúrlega engin trygging fyrir að það sem maður hefur lært sé endilega rétt ;)
Bestu kveðjur.

NN, rijudagur 14 mars kl: 03:34

Hillir uppi öldufalda. / Austurleiðir vil ég halda. (Stefán frá Hvítadal).

Jóna Magga, rijudagur 14 mars kl: 20:05

Ég sé að þú hefur rétt fyrir þér Svenni, ég sá bara fyrir mér hillur þegar ég las textann en var alveg búin að gleyma hillingunum.

Bestu kveðjur frá Oslo

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31