Tenglar

16. október 2014 | vefstjori@reykholar.is

Sveitarstjórn mælir með endurupptökuleiðinni

Séð út með norðanverðum Þorskafirði.
Séð út með norðanverðum Þorskafirði.

Niðurstaða samráðshóps sem falið var að greina málsmeðferð vegna mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Teigsskóg var lögð fram og rædd á fundi sveitarstjórnar Reykhólahrepps í dag. Bókað var, að sveitarstjórnin telji að af þeim þremur málsmeðferðarleiðum sem til álita komu sé endurupptökuleiðin sem samráðshópurinn mælir með farsælust með tilliti til tíma og framgangs málsins. Einnig var bókað, að sveitarstjórn fagni frumkvæði innanríkisráðherra í málinu og góðri samvinnu þeirra ráðuneyta og stofnana sem komu að verkefninu.

 

Starfshópinn skipuðu Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingveldur Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Þórey Vilhjálmsdóttir frá innanríkisráðuneytinu, sem fer með vegamál.

 

Sjá nánar:

14.10.2014 Teigsskógur: Mælt með endurupptökuleið

Greining á málsmeðferð vegna mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar um Teigsskóg

Fundargerð sveitarstjórnar Reykhólahrepps 16. október 2014

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29