Sveitarstjórnarkosningar
Nú eru aðeins 2 mánuðir þar til við göngum til sveitarstjórnarkosninga, og samkvæmt nýjustu fréttum er pexað um kosningaaldur á Alþingi. Hvað sem verður úr því er gott að vera búinn að leggja niður fyrir sér hvaða fólk maður vill sjá í sveitarstjórn.
Það er þó aðeins ein hlið þessa máls, önnur er hver eru tilbúin að takast það á hendur að sitja í sveitarstjórn.
Sú hugmynd kom upp hvort ætti að hafa vettvang hér á síðunni þar sem fólk gæti tjáð sig um þetta, t.d. lýst sig reiðubúið til að starfa í hreppsnefnd, stungið upp á einhverjum sem það treystir, eða brugðist við uppástungum. Hér með er fólk hvatt til að taka þátt í uppbyggilegri umræðu og koma hugmyndum á framfæri.
Einfaldast er að nota athugasemdakerfið við þessa grein til að koma á framfæri stuttum klausum, en ef fólk vill tjá sig í lengra máli er betra að senda greinina á netfangið vefstjori@reykholar.is og ekki verra ef mynd af höfundi fylgir.
Það verður sett hér inn á vefinn undir tengilinn Sjónarmið.