Tenglar

17. mars 2022 | Sveinn Ragnarsson

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Nú eru tæpir 2 mánuðir þar til við göngum til sveitarstjórnarkosninga.

 

Tíminn er fljótur að líða og gott að fara að íhuga hvaða fólk maður vill sjá í sveitarstjórn. Það er þó aðeins önnur hlið þessa máls, hin er hver eru tilbúin að takast það á hendur að sitja í sveitarstjórn. 

 

Hér á síðunni er fólki velkomið að tjá sig um þetta, t.d. ef það er reiðubúið til að starfa í hreppsnefnd, vill stinga upp á einhverjum sem það treystir, eða bregðast við uppástungum. Hér með er fólk hvatt til að taka þátt í uppbyggilegri umræðu og varpa fram hugmyndum.

 

Einfaldast er náttúrlega  að nota facebook til að koma skilaboðum á framfæri, en ef fólk vill tjá sig í lengra máli er hægt að senda greinina á netfangið vefstjori@reykholar.is og ekki verra ef mynd af höfundi fylgir.

Það verður sett hér inn á vefinn undir tengilinn Sjónarmið, og hingað á síðuna verður safnað efni um þetta svo það verði aðgengilegt á einum stað.

 

 

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31